Erlent

Fyrsta konan kjörin forseti Brasilíu

Dilma Rousseff var kosin forseti Brasilíu um helgina með 55% atkvæða. Dilma er fyrsta konan sem kosin er forseti landsins en hún tekur við stöðunni af Luiz da Silva.

Dilma, sem orðin er 62 ára gömul, hefur lofað að heiðra það traust sem brasilíska þjóðin hefur sýnt henni. Forgangsverkefni hennar verður að eyða fátækt í landinu.

Luiz da Silva studdi Dilmu með ráðum og dáð í kosningabaráttunni en það þykir hafa ráðið úrslitum hve góður gangur hefur verið í efnahagslífi landsins undir stjórn da Silva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×