Erlent

Vændiskona í mat í lystihúsi

Ítalski forsætisráðherrann hefur í annað sinn á tveimur árum verið orðaður við vændishneyksli.Fréttablaðið/AP
Ítalski forsætisráðherrann hefur í annað sinn á tveimur árum verið orðaður við vændishneyksli.Fréttablaðið/AP

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir „fjölmiðlaþvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu.

Í frétt dagblaðsins Corriere della Sera í gær segir að fréttastjóri og framleiðandi hjá Mediaset sæti rannsókn lögreglu fyrir milligöngu um vændiskaup hjá Ruby, 17 ára gamalli marókkóskri stúlku. Ruby er í yfirheyrslum sögð hafa sagt að hún hafi verið í mat í lystihúsi Berslusconis skammt frá Mílanó, en neitar því að forsætisráðherrann hafi haft við hana mök. Lögfræðingur Berlusconis segir um staðlausa stafi að ræða. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×