Erlent

Missir fyrir öll Ameríkuríkin

Kona með skilti sem á er ritað á spænsku „Takk Nestor“ fyrir utan höll ríkisstjórnarinnar í Buenos Aires í Argentínu. Fréttablaðið/AP
Kona með skilti sem á er ritað á spænsku „Takk Nestor“ fyrir utan höll ríkisstjórnarinnar í Buenos Aires í Argentínu. Fréttablaðið/AP
Leiðtogar Suður-Ameríkuríkja og þúsundir manna vottuðu Nestor Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, virðingu sína fyrir helgina. Kirchner lést úr hjartaáfalli á miðvikudag einungis sextugur að aldri. Kista hans var látin standa uppi í forsetahöllinni í Argentínu.

Ekkja Kirchn­ers, Cristina Fernandez, er núverandi forseti Argentínu, en þau hjónin höfðu verið samhent í stjórnmálabaráttu landsins og njóta mikilla vinsælda. Auk fjölskyldumeðlima voru í forsetahöllinni forsetar Síle, Úrúgvæ, Bólivíu og Ekvadors. Þá var skærasta fótboltastjarna Argentínu, Diego Maradona, viðstaddur. „Þetta er missir fyrir Ameríkuríkin öll,“ sagði Sebastian Pinera, forseti Síle. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×