Erlent

Níu lögreglumenn myrtir í Mexíkó

Níu lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrirsát í vesturhluta Mexíkó í gær. Eins er saknað. 20 lögreglumenn voru í leiðangri í Jalisco héraði í gær þegar þeir voru bornir ofurliði af glæpagengi sem umkringdi þá á lúxusjeppabifreiðum og hófu skothríð. Lögreglumennirnir tíu sem lifðu árásina af börðust við gengið í rúma klukkustund. Margir þeirra eru sárir, að sögn mexíkóskra fjölmiðla. Árásarmennirnir voru þungvopnaðir og notuðu handsprengjur og hríðskotariffla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×