Erlent

Spáð í flekki framan í Pútín

Vladimír Pútín
Vladimír Pútín

Litarhaft og heilsufar Vladimírs Pútíns forsætisráðherra Rússlands var til umfjöllunar í fjölda rússneskra og úrkraínskra fjölmiðla í gær. Á fundi Pútíns með ráðamönnum í Kænugarði á miðvikudag var eftir því tekið að þrátt fyrir mikla andlitsmálningu mátti greina dökka flekki undir augum Pútíns. Hann þótti þreytulegur og leyfði ekki spurningar.

Fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort hann hefði meiðst á júdóæfingu, farið í lýtaaðgerð eða hvort hann hafi þjáðst af flugþreytu.

Dmítrí Peskov, talsmaður Pútíns hafnaði því að forsætisráðherrann væri marinn. „Hann hefur ferðast mikið undanfarið og farið á fjölda funda," sagði hann og kvað ljós á fundarstað einnig kunna að hafa að fallið óheppilega á Pútín. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×