Erlent

Meintum hryðjuverkamönnum sleppt í Gautaborg

Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur sleppt úr haldi öllum mönnunum fjórum sem handteknir voru um helgina vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk.

Saksóknari vildi ekki úrskurðaða mennina í gæsluvarðhald vegna skorts á sönnunum. Öryggislögregla landsins hefur tekið við rannsókn málsins.

Fjórir menn ættaðir frá Sýrlandi voru handteknir vegna málsins um helgina. Tveimur var sleppt á laugarsdag og tveimur í gærkvöldi. Ekki hefur verið gefið upp í hverju hryðjuverkin áttu að vera fólgin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×