Erlent

Snekkja Saddams komin heim

Óli Tynes skrifar
Snekkja SAddams. 

Ps. Saddam átti stærri bátinn.
Snekkja SAddams. Ps. Saddam átti stærri bátinn.

Einkasnekkja Saddams Hussein kom til hafnar í borginni Basra í Írak í dag. Snekkjan hefur verið í Frakklandi síðustu tvö árin, en frönsk yfirvöld lögðu hald á hana þegar hún kom til Nice á Miðjarðarhafsströnd landsins í lok janúar árið 2008. Síðan hefur verið deilt um eignarhald á henni.

Niðurstaðan var sú að hún tilheyrði írösku þjóðinni. Snekkjan er 82 metra löng og ágætlega búin þægindum. Um borð eru sundlaugar, veislusalir, flóttaleið fyrir einræðisherra í litlum kafbát, og eldflaugavarnakerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×