Erlent

Frönsk farþegaflugvél lenti í Bagdad

Heimir Már Pétursson skrifar
Vél frá France Aigle Azur lenti í Bagdad. Mynd/ afp.
Vél frá France Aigle Azur lenti í Bagdad. Mynd/ afp.
Frönsk farþegaflugvél lenti á Bagdad flugvelli í Írak í morgun en það er í fyrsta skipti frá því fyrir stríðið í Írak sem flugvél frá vestrænu flugfélagi lendir í Bagdad.

Flugvélin var frá flugfélaginu France Aigle Azur og voru flestir farþeganna franskir embættismenn, þeirra á meðal Anne-Marie Idrac utanríkisviðskiptaráðherra Frakklands. Hún segir upphaf áætlunarflugs fransks flugfélags til Íraks vera til marks um rótgróna vináttu milli þjóðanna. En áður en stríðið skall á áttu Frakkar mikilla hagsmuna að gæta í landinu, sem var ógnað með stríðinu vegna þess að Frakkar studdu ekki innrásina.

Bandaríkjastjórn hefur séð til þess að bandarísk fyrirtæki hafi forgang að viðskiptasamningum og uppbyggingarstarfi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×