Erlent

Skotbardagi á landamærum

Horft suður yfir. Norður-kóreskir hermenn á landamærunum.nordicphotos/AFP
Horft suður yfir. Norður-kóreskir hermenn á landamærunum.nordicphotos/AFP

Norður-kóreskir hermenn skutu í gær yfir landamærin á suður-kóreska landamærastöð. Suður-Kóreumenn svöruðu í sömu mynt. Ekki var ljóst í gær hver ástæða árásarinnar var. Enginn Suður-Kóreumaður meiddist, en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist um hugsanlegan skaða.

Afar sjaldgæft er að til skotbardaga komi á landamærunum, þótt formlega eigi Kóreuríkin enn í stríði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×