Erlent

Yfir 170 verða í fyrsta hópnum

í flóttamannabúðum Milljónir hafa látist og fjöldi manns hefur lagt á flótta vegna vopnaðra átaka í Lýðveldinu Kongó síðastu áratugi. Fréttablaðið/AP
í flóttamannabúðum Milljónir hafa látist og fjöldi manns hefur lagt á flótta vegna vopnaðra átaka í Lýðveldinu Kongó síðastu áratugi. Fréttablaðið/AP

Fyrsti hópur flóttafólks frá Kongó sem býr í Búrúndí snýr aftur heim í þessari viku, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Celine Schmitt, talskona Flóttamannastofnunarinnar, sagði í gær að flytja ætti yfir þúsund manns aftur heim, en í fyrsta hópnum væru yfir 170 manns.

Fólkið er í hópi fólks sem tók að flýja yfir til Búrúndí á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar.

Um 28.000 manns sem uppruna eiga að rekja til Kongó búa í Búrúndi, þar af eru um 20.000 í flóttamannabúðum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×