Erlent

Hefur mistekist að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Porter hélt fyrirlestur um heilbrigðiskerfið í sal Arion banka í morgun.
Michael Porter hélt fyrirlestur um heilbrigðiskerfið í sal Arion banka í morgun.
Markmið í rekstri heilbrigðisþjónustunnar hefur verið að draga úr kostnaði en það hefur mistekist, sagði Michael Porter, prófessor við Harvard Business School í fyrirlestri um heilbrigðiskerfið í dag.

Það voru Frumtök og Arion banki sem stóðu að fyrirlestrinum í samstarfi við Gekon ehf. „Það virðist vera að því meira sem við ræðum um kostnað þeim mun meira aukist kostnaðurinn," sagði Porter í fyrirlestrinum.

Porter sagði að markmiðið með rekstri heilbrigðisþjónustu væri að búa til kerfi sem hámarkar virði þjónustunnar fyrir sjúklinga. Það sé ekki nóg að allir hafi aðgang að kerfinu heldur verði hver og einn að hafa sem mest gagn af því. „Ef við bætum gildin þá náum við árangri," sagði Porter. Porter segir fólk þó ekki vera sammála um það hvernig gildin verði bætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×