Erlent

Tugir féllu í árás á kirkju í Bagdad

Tugir manna féllu og margir eru særðir eftir að íraskar öryggissveitir og bandarískir hermenn réðust inn í kirkju í miðborg Bagdað í gærkvöldi þar sem um 120 manns voru í gíslingu vopnaðra manna . A.m.k. 13 gíslum tókst að flýja áður en ráðist var inn í kirkjuna.

Samkvæmt frétt á CNN höfðu árasarmenninir áður ráðist á kauphöllina í borginni með sprengjum. Árásarmennirnir kröfðust þess að liðsmenn al-kaída yrðu látnir lausir úr fangelsum í Írak og Egyptlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×