Erlent

Obama sagður ólöglegur innflytjandi

Óli Tynes skrifar
Mótmælafundur í Texas: Hvar er fæðingarvottorðið?
Mótmælafundur í Texas: Hvar er fæðingarvottorðið? Mynd/AP

Um 25 prósent bandarísku þjóðarinnar trúa því að Barack Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það sé því brot á stjórnarskránni að hann skuli vera forseti. Þessi sömu 25 prósent trúa því einnig að forsetinn sé múslimi. Langt er síðan fæðingarvottorð Obamas var lagt fram á Hawii þar sem hann fæddist. Þá hafa einnig verið lagðar fram til sönnunar auglýsingar í dagblöðunum um að Obama hjónunum hafi fæðst sonur.

Pólitískir andstæðingar forsetans hafa hinsvegar verið duglegir við að ala á því að þetta séu falsaðir pappírar. Jafnvel þingmenn republikana hafa alið á þessu þótt þeir hafi ekki sagt það berum orðum. Þeir segja með semingi að ekki sé búið að sanna að forsetinn sé ekki bandarískur ríkisborgari.

Mótmælafundir eru iðulega haldnir af þessu tilefni. Þá með slagorðum eins og: Hvar er fæðingarvottorðið?, eða jafnvel: Obama er ólöglegur innflytjandi. Meðfylgjandi mynd er af slíkum mótmælafundi í Texas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×