Erlent

Kínverjar ráðast á Thorbjörn Jagland

Óli Tynes skrifar
Jagland með mynd af Obama. Kínverjar telja norsku Nóbelsnefndina nota verðlaunin sem pólitískt verkfæri.
Jagland með mynd af Obama. Kínverjar telja norsku Nóbelsnefndina nota verðlaunin sem pólitískt verkfæri.

Kínverskir ríkisfjölmiðlar gera persónulegar árásir á Thorbjörn Jagland, formann norsku nóbelnefndarinnar. Kínverjar eru í mikilli geðshræringu yfir því að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels í ár.

Kínverjar tína það til að Barack Obama fékk Nóbelsverðlaunin í fyrra. Jagland hafi þar verið að smjaðra fyrir Bandaríkjunum en sýni Kína aftur fjandskap með því að veita ótíndum glæpamanni verðlaunin.

Í leiðara eins dagblaðsins segir þannig: Jagland og kumpánar hans hafa ítrekað notað Nóbelsverðlaunin sem pólitískt verkfæri. Blaðið segir einnig að hroki Jaglands og fordómar breyti því ekki að miklar framfarir hafi orðið í Kína í átt til lýðræðis og mannréttinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×