Fleiri fréttir

Grunaður um að hafa ætlað að myrða Chavez

Yfirvöld í Venesúela hafa handtekið 29 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa ætlað að ráða forseta landsins Hugo Chavez af dögum. Maðurinn var handtekinn í vesturhluta landsins nálægt landamærum Kólombíu og á hann að hafa sent SMS skilaboð þar sem tilræðinu er lýst.

Öðrum olíuborpalli hvolfdi á Mexíkóflóa

Óttast er að hinn risastóri olíuflekkur í Mexíkóflóa eigi eftir að stækka enn frekar eftir að olíuborpalli hvolfdi á svæðinu í dag. Pallinum hvolfdi undan strönd Louisiana en í síðustu viku kom upp eldur á öðrum palli á sama svæði sem varð til þess að nú stefnir í meiriháttar umhverfisslys í flóanum. Ellefu manns létust þegar sá pallur brann en í þetta skiptið slasaðist enginn. Óhappið mun hinsvegar gera mönnum erfiðara fyrir að hemja olíumengunina því nú þarf að einbeita sér að tveimur vígstöðvum.

Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 20 prósent

Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum en hagstofa Evrópusambandsin, Eurostat, birti í dag nýjar atvinnuleysistölur fyrir álfuna. 20 prósent Spánverja eru nú atvinnulausir eða 4,6 milljónir manna. Aðeins í Lettlandi er staðan verri en á síðasta ársfjórðungi var mældist atvinnuleysið á Spáni 19 prósent.

Bresku dagblöðin skipta um flokka

Tvö af stærstu dagblöðum Bretlands hafa nú lýst yfir stuðningi við stjórnmálaflokka fyrir komandi kosningar í landinu 6. maí næstkomandi. Þar í landi tíðkast það að blöðin veðji á ákveðinn hest og í dag lýsti The Guardian yfir stuðningi við Frjálslynda demókrata.

Íslenskir karlmenn lifa lengst

Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kynsystra sinna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet í dag.

Hér er Unnur Birna

Heimssýningin í Shanghai í Kína verður opnuð á morgun með hátíð sem sögð er verða ekki síðri en opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking árið 2008.

Vilja refsiaðgerðir vegna herskips

Suður-Kórea mun væntanlega leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu vegna herskips sem talið er víst að norðanmenn hafi sökkt í síðasta mánuði.

Kveikti í sér eftir að hafa sært fimm börn

Karlmaður réðst inn í leikskóla í Kína í nótt vopnaður hamri og særði fimm börn áður en hann framdi sjálfsmorð. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum dögum þar sem ráðist er á kínversk leikskólabörn.

Olían komin að landi

Bandaríska strandgæslan telur að olíuflekkurinn úr borholunni á Mexíkóflóa hafi borist að ströndum Bandaríkjanna í nótt. Það hefur ekki fengist staðfest.

Skildi börn eftir í ruslafötu

Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann.

Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði

Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að maðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur.

Konur mega þjóna í kafbátum

Konur geta nú verið hluti áhafna um borð í kafbátum bandaríska flotans en hingað til hefur það verið óheimilt. Bandaríkjaþing gerði ekki athugasemdir við ákvörðun varnarmálaráðuneytisins og því hefur banninu verið aflétt.

Útför 46 sjóliða

Opinber útför 46 suður-kóreska sjóliða sem fórust þegar herskip sprakk í tvennt og sökk í síðasta mánuði fór fram í gær. Skipið var 1200 tonn að stærð með 108 manna áhöfn. Búið er að ná flaki þess upp á yfirborðið. Erlendir sérfræðingar eru sagðir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið sprenging innanborðs í skipinu.

Hafa helst áhyggjur af Ischiu

Ítalía, AP Næsta eldgos á Ítalíu gæti orðið á hinni friðsælu eyju Ischia, frekar en í hinu illræmda fjalli Vesúvíusi. Ekki er þó talin hætta á gosi alveg á næstunni.

Olíuflekkurinn á stærð við Írland

Olíuflekkurinn sem nú breiðir úr sér á Mexíkóflóa undan ströndum Bandaríkjanna gæti orðið að mesta olíulekaslysi sögunnar að því er sérfræðingar segja. Stærðin á slikjunni jafnast nú á við Írland en fimm sinnum meira af olíu hefur lekið upp úr borholunni á hafsbotni en áður var talið. Lekin varð þegar eldur kom að olíuborpalli BP olíufélagsins undan ströndum Louisiana ríkis.

Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum

Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best.

Stefnir í búrkubann í Belgíu

Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag lög sem banna konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti.

Engar myndir af Stalín á götum Moskvu

Borgarstjórn Moskvu hefur fallið frá því að hengja upp risaplaköt af Jósef Stalín á götum úti þegar þess verður minnst níunda maí að 65 ár eru liðin frá sigrinum á nazistum.

Nýtt skátamerki

Þegar talað er um skáta hugsa flestir líklega um útilegur, að hnýta hnúta, læra hjálp í viðlögum og hjálpa gömlum konum yfir götur.

Dældu gasi í jarðgöng Palestínumanna

Fjórir Palestínumenn létu lífið í gær þegar egypskir hermenn dældu gasi ofan í jarðgöng sem liggja frá Gaza ströndinni yfir til Egyptalands að sögn Hamas samtakanna.

Sígarettupakkar verði án vörumerkja

Ríkisstjórn Ástralíu hefur samþykkt frumvarp sem neyðir tóbaksframleiðendur til að gjörbreyta umbúðum á sígarettupökkum sem seldir verða í landinu frá og með 2012. Pakkarnir eiga að vera lausir við vörumerki fyrirtækjanna en nafn þeirra skal ritað á þá með smáu letri. Þess í stað verður aðvörun við skaðsemi reykinga í forgrunni.

Ummæli Browns skyggja á kappræðurnar

Bresku þingkosningarnar fara fram á fimmtudaginn eftir viku og í kvöld munu leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins takast á í þriðju og síðustu sjónvarpkappræðunum. Fyrstu tvær kappræðurnar vöktu mikla athygli en nú virðist sem að ummæli Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands og formanns Verkmannaflokksins, muni skyggja á umræðurnar í kvöld því um fátt annað er talað í breskum fjölmiðlum.

Stakk 28 leikskólabörn

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í nótt að íslenskum tíma og stakk 28 börn og þrjá starfsmenn. Þetta er í þriðja sinn á rúmum mánuði þar sem ráðist er á leikskólabörn með þessum hætti.

Alexander McQueen innbyrti eiturlyf fyrir sjálfsmorðið

Breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen framdi sjálfsmorð eftir að hafa innbyrt mikið magn eiturlyfja. Þetta hefur rannsókn dánarstjóra í London leitt í ljós. McQueen sem var bugaður af sorg og undir miklu álagi í vinnunni fannst látinn á heimili sínu í London í febrúar. Í líkama hans fundust meðal annars kókaín, svefnlyf og róandi lyf.

Fimm sinnum meiri olía lekur

Bandaríska strandgæslan segir að olíulekinn á Mexíkóflóa sé fimm sinnum meiri en talið var í fyrstu. Hingað til hefur verið talið að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í hafið á degi hverjum en hið rétta er að um rúmlega 750 lítrar af olíu koma úr borholunni.

Mótmælendur handteknir í Bangkok

Tugir mótmælenda hafa verið handteknir í Bangkok, höfuðborg Tælands, eftir að hörð átök brutust út í gær milli hermanna og mótmælenda sem kalla sig rauðu skyrturnar. Hermaður lést í átökunum og á þriðja tug særðust. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur.

Hvetur Grikki til bjartsýni

„Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins.

Herinn skaut á mótmælendur

Taíland, AP Til átaka kom milli hers og mótmælenda rétt fyrir utan Bangkok í gær. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Að minnsta kosti átján manns særðust og einn hermaður lést, varð að því er virðist fyrir skoti úr byssu félaga síns.

Leiðtogar Evrópu hittast á neyðarfundi vegna Grikklands

Í ljósi þess að Grikkland rambar á barmi gjaldþrots ákváðu leiðtogar þeirra sextán ríkja sem notast við evruna í dag að boða til neyðarfundar. Á fundinum ætla menn að reyna að koma í veg fyrir að vandræði Grikkja smiti út frá sér en krísan sem nú er uppi er sú versta sem evran hefur gengið í gegnum á ellefu ára ferli sínum.

Bart finnur til með Southpark höfundum

Höfundar Simpsons þáttanna hafa nú sýnt höfundum Southpark teiknimyndaþáttanna samhug í verki með því að víkja að þeim vandræðum sem þeir síðarnefndu eru nú í. Höfundar Southpark, þeir Trey Parker og Matt Stone hafa fengið líflátshótanir frá öfgasinnuðum múslímum eftir að Múhameð spámanni brá fyrir í einum þættinum íklæddur bjarnarbúningi.

Fjórir létust í göngum á Gaza

Fjórir Palestínumenn létust í dag þegar þeir voru að fara í gegnum göng sem grafin höfðu verið frá Gazasvæðinu og til Egyptalands. Óljósar fregnir eru af atvikinu en sumir segja að göngin hafi fallið saman eftir sprengingu við gangnaopið Egyptalandsmegin.

Strauss-Kahn: Hver dagur skiptir máli

Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að hver dagur sem vandi Grikklands sé óleystur auki hættuna á að vandinn breiðist út.

Talibaninn og Gyðingarnir

Öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur beðið Gyðinga afsökunar á brandara sem hann sagði í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy.

Stakk 15 börn með hnífi

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í dag og stakk fimmtán börn og einn kennara.

Þingmaður tók sér barnabrúður

Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa mótmælt því að fimmtugur þingmaður þar í landi hefur kvænst þrettán ára gamalli egypskri telpu.

Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa?

Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat.

Hörð átök í Bangkok

Hörð átök brutust út í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun milli hermanna og mótmælenda sem krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Sjá næstu 50 fréttir