Erlent

Stakk 28 leikskólabörn

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í nótt stakk 28 börn. Myndin er úr safni. Mynd/AP
Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í nótt stakk 28 börn. Myndin er úr safni. Mynd/AP
Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í nótt að íslenskum tíma og stakk 28 börn og þrjá starfsmenn. Þetta er í þriðja sinn á rúmum mánuði þar sem ráðist er á leikskólabörn með þessum hætti.

Enginn lést í árásinni en fimm eru alvarlega særðir, þar af fjögur börn. Árásarmaðurinn er á fimmtugsaldri en ekki vitað af hverju hann réðst inn í leikskólanum sem er í austurhluta Kína. Flest börnin sem hann stakk eru fjögurra ára gömul. Í gær réðst annar maður inn í leikskóla í suðurhluta landsins og stakk 16 börn og einn kennara. Nokkur börn eru alvarlega særð. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann er í haldi lögreglu.

Það er skammt stórra högga milli í kínverskum barnaskólum því í gær var 42 ára gamall karlmaður tekinn af lífi fyrir að myrða átta leikskólabörn fyrir rúmum mánuði. Sá notaði byssu við verknaðinn. Maðurinn sagði fyrir rétti að hann hefði myrt börnin vegna þess að hann hefði verið í uppnámi vegna konu sem hefði slitið sambandi við hann.

Á undanförnum árum hafa árásir sem þessar færst í vöxt í Kína og hafa flestir árásarmannanna átt við geðræn vandamál að stríða. Frá árinu 2004 hafa fjölmargir skólar ráðið öryggisverði til að tryggja öryggi barna og starfsmanna sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×