Fleiri fréttir Vara við stríði vegna Scud eldflauga Egyptar hafa varað við stóraukinni spennu milli Ísraels og Líbanons vegna fullyrðinga um að Sýrlendingar hafi látið Hizbolla samtökunum í té langdrægar Scud eldflaugar. 27.4.2010 16:06 Upphlaup vegna innflytjendalaga Mikil geðshræring er í Bandaríkjunum vegna nýrra laga um ólöglega innflytjendur sem hafa verið samþykkt í Arizona. 27.4.2010 14:15 Húgó sakar Bandaríkin um rafeindastríð Hugo Chavez forseti Venesúela sakaði í dag Bandaríkin um að reka rafeindastríð gegn landi sínu. 27.4.2010 12:44 Rússar og Norðmenn skipta Barentshafi á milli sín Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi eftir fjörutíu ára deilur um yfirráð yfir Barentshafi. 27.4.2010 11:15 Ísraelar frysta framkvæmdir í Jerúsalem Tilkynnt var um byggingu 1600 íbúða í þessum borgarhluta í síðasta mánuði einmitt þegar Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Ísrael. 27.4.2010 10:26 Vopnaður maður handtekinn í grennd við forsetaflugvélina Vopnaður karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Norður-Karólínu skömmu áður en flugvél Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hélt á brott í gær. Maðurinn var stöðvaður áður en komst í tæri við forsetann. 27.4.2010 08:38 Höfuðkúpubraut 14 ára nemanda „Drepstu, drepstu, drepstu,“ hrópaði breskur náttúrufræðikennari áður en hann sló 14 ára gamlan dreng í höfuðið með lóði í kennslustund á síðasta ári. Réttarhöld í málinu hófust í gær en kennarinn á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 27.4.2010 08:29 Vill vinna með báðum flokkum en ekki Brown Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að hann vilji starfa með Íhaldsflokknum eftir kosningar. Nú segist hann einnig vilja vinna með Verkamannaflokknum. 27.4.2010 08:24 Myrti eiginkonuna eftir ósætti um sjónvarpgláp Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók um helgina karlmann sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína í kjölfar rifrildis um sjónvarpsgláp hans. Konan var ósátt við að eiginmaðurinn skyldi vaka frameftir til að fylgjast með úrslitum í æsispennandi hokkíleik sem þurfti þrívegis að framlengja. Maðurinn tók athugasemdum eigi 27.4.2010 08:16 Lífsleiðir borða súkkulaði Þunglyndir og daprir einstaklingar borða mun meira súkkulaði en þeir sem eru eru lífglaðir. Þetta er niðurstaða sérfræðinga í Kaliforníuháskóla í San Diego en tæplega eitt þúsund fullorðnir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Enginn þátttakandi hafði áður verið greindur með þunglyndi. 27.4.2010 08:07 Bond vill hvalveiðibann Fyrrum Bondstjarnan Pierce Brosnan segir mikilvægt að alþjóðsamfélagið leggist alfarið gegn hvalveiðum. Hann segir ekki hægt réttlæta dráp á hvölum. Leikarinn vonast til þess að ný heimildarmynd sem Disney framleiddi og hann léði rödd sína í verði til þess að fleiri láti sig málið varða. 27.4.2010 08:04 Konungurinn féllst á afsögn Albert konungur Belgíu hefur fallist á afsagnarbeiðni Yves Leterme, forsætisráðherra landsins, sem sagði af sér í síðustu vikur eftir árangurslausar tilraunir til að leysa langvarandi deilur um tungumál kjördæma. Um alllangt skeið hefur verið tekist á um það hvort bæði tungumálin, flæmska og franska, verði jafngild á nokkuð stóru svæði umhverfis höfuðborgina Brussel. Þegar ekki tókst að leysa deiluna sagði einn flokkur sig úr stjórninni. 27.4.2010 07:57 Vélmenni stöðvi gríðarlegan olíuleka Talið er að um 160 þúsund lítrar af olíu leki í hafið á degi hverjum frá olíuborpallinum sem sökk til botns á Mexíkóflóa í síðustu viku. Til að reyna að draga úr umhverfisspjöllum vegna olíunnar hafa vélmenni verið send á dýpið og eiga að gangsetja búnað sem gæti stöðvað lekann. Borpallurinn var í eigu breska olíufélagsins, BP, og lögðu talsmenn hans áherslu á að aðgerðin væri svo flókin að ekki væri víst að hún tækist. Leifarnar af pallinum eru á rúmlega 1.500 metra dýpi. 27.4.2010 03:00 Forseti Súdans heldur völdum Tilkynnt var í gær að Omar al-Basjír forseti, sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi í Darfúr, hafi orðið hlutskarpastur í forsetakosningum, með um 68 prósent atkvæða. 27.4.2010 02:00 Noriega framseldur til Frakklands í dag Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Panama, var í dag framseldur til Frakklands frá Bandaríkjunum. Noriega hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjainnflutning og í janúar komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að stöðva framsal á honum til Frakklands eftir afplánun. 26.4.2010 21:55 Örninn flýgur Það er víðar en á Íslandi sem það þykir fréttnæmt þegar örnum er sleppt aftur út í náttúruna eftir að búið er að hjúkra þeim til heilsu. 26.4.2010 16:06 Tvíburabróðir vill verða forseti Póllands Jaroslaw Kaczynski hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í embætti forseta Póllands í stað tvíburabróður síns sem fórst í flugslysi í Rússlandi á dögunum. 26.4.2010 15:11 Ræðst gegn klerkum í Íran Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Íran hefur ráðist harkalega á klerkastjórnina þar á heimasíðu sinni. 26.4.2010 14:36 Einstein litli Einstein heitir folaldið og er þriggja daga gamalt. Það fæddist í New Hampshire í Bandaríkjunun, Einstein er af smáhestakyni en jafnvel að teknu tilliti til þess verður að segja að hann er óttalegt kríli. 26.4.2010 13:41 Eyjafjallajökull verður tæpast nafngjafi Það eru fjölmörg dæmi um að nöfn manna eða fyrirbæra hafi fest sig í sessi í öllum heimsins tungumálum sem samheiti i fyrir eitthvað sérstakt. 26.4.2010 13:30 Hawking hræddur við geimverur Stjarneðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking telur mjög líklegt að geimverur séu til en að mannkyninu sé ráðlegast að hafa hægt um sig og vona að þær taki ekki eftir okkur. 26.4.2010 13:15 Nautið vann -myndband Einn af þekktustu nautabönum Spánar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að naut sem hann var að berjast við stangaði hann í nárann. 26.4.2010 13:00 Tundurskeyti grandaði skipi frá Suður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir næsta víst að tundurskeyti hafi grandað herskipi frá landinu í síðasta mánuði. 26.4.2010 09:51 Breskum sendiherra sýnt banatilræði Sendiherra Bretlands í Jemen slapp ómeiddur þegar reynt var að ráða hann af dögum í sjálfsmorðsárás í morgun. Einn maður lést í tilræðinu og er talið að það hafi verið árásarmaðurinn. Sendiherrann var á leið í sendiráðið í höfuðborginni Sanaa þegar sprengjan sprakk. Bretar hafa lokað sendiráði sínu vegna árásarinnar. 26.4.2010 09:00 Vill meirihlutastjórn með íhaldsmönnum Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hyggst ræða við Íhaldsflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar fái enginn flokkur meirihluta í komandi þingkosningum. 26.4.2010 08:38 Fögnuðu gullinu og grófu bandaríska fánann Tveir Kanadamenn hafa verið ákærðir fyrir óviðurkvæmilega hegðun og fyrir að vanhelga bandaríska fánann þegar þeir fögnuð sigri Kanada á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum í íshokkí á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Þá tóku mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, bandaríska fánann niður af fánastöng í Kaliforníu sem reist var til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og drógu þess í stað kanadíska fánann að húni. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að árs fangelsi verði þeir fundnir sekir af ákærum. 26.4.2010 08:24 Talið að 12 hafi látið lífið í Mississippi Nú er talið að 12 hafi látið lífið og yfir hundrað hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Mississippi í Bandaríkjunum um helgina. 26.4.2010 08:19 Minnisblaðið mun ekki skyggja á heimsókn páfa Minnisblað úr breska utanríkisþjónustunni þar sem embættismenn gengu heldur of langt mun ekki hafa áhrif heimsókn páfa til Bretlands, að sögn talsmanns Vatíkansins. 26.4.2010 08:15 Olíuflekkur ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna Olía úr rúmlega eitt þúsund tunnum rennur nú út Mexíkóflóa skammt frá Bandaríkjunum eftir að olíuborpallur olíufyrirtækisins BP sprakk og sökk í síðustu viku. Ellefu starfsmanna er enn leitað en þeir eru taldir af. 26.4.2010 08:08 Erfðir skýri nikótínfíkn Erfðaeiginleikar kunna að skýra það að sumir ánetjast nikótínfíkn meira en aðrir og eiga erfiðara með að hætta að reykja. Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna og birt er í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics. 26.4.2010 08:05 Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. 26.4.2010 07:58 Stórsigur hægrimanna í Ungverjalandi Hægriflokkurinn Fidesz vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi sem fóru fram í gær. Sósísalistaflokkurinn sem hefur haft meirihluta á ungverska þinginu síðustu átta ár galt afhroð og fékk einungis rúmlega 15% atkvæða. Hægriflokkurinn fékk aftur á móti tvo þriðju þingsæta og því er ljóst að hann getur knúið í gegn róttækar breytingar við stjórn landsins. 26.4.2010 07:54 Viktor Orban aftur til valda „Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær. 26.4.2010 06:00 Rauðstakkar búa sig undir ný átök Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælendurnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bangkok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórnvöld myndu láta sverfa í stál til að rýma götuna. 26.4.2010 06:00 Embættismenn gengu of langt Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent Benedikt sextánda páfa afsökunarbréf eftir að minnisblað úr ráðuneytinu, sem ekki var ætlað til birtingar, komst í fjölmiðla. 26.4.2010 05:00 Staðfestir lát leiðtoga sinna Al Kaída-samtökin í Írak hafa staðfest að tveir helstu leiðtogar þeirra hafi fallið í árás bandarískra og íraskra hermanna um síðustu helgi. 26.4.2010 05:00 Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00 Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15 Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10 Segir Grikkjum að óttast ekki AGS Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að Grikkir þurfi ekki að óttast Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 25.4.2010 08:00 Óttast að Madeleine skyggi á Viktoríu systur sína Tilkynnt var um það í dag að Madeleine svíaprinsessa væri hætt með kærastanum sínum, Jonas Bergstrom. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum enda hafði jafnvel verið búist við því að hjónaleysin myndu ganga upp að altarinu áður en langt um væri liðið. 24.4.2010 21:00 Reyna að rýma til fyrir strandaglópa Bresk flugfélög biðja nú farþega sem eiga bókað far um helgina um að fresta heimferð sinni til að skapa pláss fyrir þá farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 24.4.2010 13:44 Veiðibannið í endurskoðun Tillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins um breytt fyrirkomulag hvalveiðibanns fyrir næstu tíu árin er sett fram í þeirri von að hún nægi til að stilla til friðar innan ráðsins, þannig að bæði hvalveiðiþjóðir og andstæðingar hvalveiða megi vel við una. 24.4.2010 05:30 Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. 24.4.2010 05:00 Grikkir þurfa að skera grimmt niður George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fór í gær formlega fram á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem á að tryggja að ríkissjóður landsins lendi ekki í greiðsluþroti á næstunni. 24.4.2010 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Vara við stríði vegna Scud eldflauga Egyptar hafa varað við stóraukinni spennu milli Ísraels og Líbanons vegna fullyrðinga um að Sýrlendingar hafi látið Hizbolla samtökunum í té langdrægar Scud eldflaugar. 27.4.2010 16:06
Upphlaup vegna innflytjendalaga Mikil geðshræring er í Bandaríkjunum vegna nýrra laga um ólöglega innflytjendur sem hafa verið samþykkt í Arizona. 27.4.2010 14:15
Húgó sakar Bandaríkin um rafeindastríð Hugo Chavez forseti Venesúela sakaði í dag Bandaríkin um að reka rafeindastríð gegn landi sínu. 27.4.2010 12:44
Rússar og Norðmenn skipta Barentshafi á milli sín Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi eftir fjörutíu ára deilur um yfirráð yfir Barentshafi. 27.4.2010 11:15
Ísraelar frysta framkvæmdir í Jerúsalem Tilkynnt var um byggingu 1600 íbúða í þessum borgarhluta í síðasta mánuði einmitt þegar Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Ísrael. 27.4.2010 10:26
Vopnaður maður handtekinn í grennd við forsetaflugvélina Vopnaður karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Norður-Karólínu skömmu áður en flugvél Barack Obama, Bandaríkjaforseta, hélt á brott í gær. Maðurinn var stöðvaður áður en komst í tæri við forsetann. 27.4.2010 08:38
Höfuðkúpubraut 14 ára nemanda „Drepstu, drepstu, drepstu,“ hrópaði breskur náttúrufræðikennari áður en hann sló 14 ára gamlan dreng í höfuðið með lóði í kennslustund á síðasta ári. Réttarhöld í málinu hófust í gær en kennarinn á yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 27.4.2010 08:29
Vill vinna með báðum flokkum en ekki Brown Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að hann vilji starfa með Íhaldsflokknum eftir kosningar. Nú segist hann einnig vilja vinna með Verkamannaflokknum. 27.4.2010 08:24
Myrti eiginkonuna eftir ósætti um sjónvarpgláp Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók um helgina karlmann sem talinn er hafa myrt eiginkonu sína í kjölfar rifrildis um sjónvarpsgláp hans. Konan var ósátt við að eiginmaðurinn skyldi vaka frameftir til að fylgjast með úrslitum í æsispennandi hokkíleik sem þurfti þrívegis að framlengja. Maðurinn tók athugasemdum eigi 27.4.2010 08:16
Lífsleiðir borða súkkulaði Þunglyndir og daprir einstaklingar borða mun meira súkkulaði en þeir sem eru eru lífglaðir. Þetta er niðurstaða sérfræðinga í Kaliforníuháskóla í San Diego en tæplega eitt þúsund fullorðnir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Enginn þátttakandi hafði áður verið greindur með þunglyndi. 27.4.2010 08:07
Bond vill hvalveiðibann Fyrrum Bondstjarnan Pierce Brosnan segir mikilvægt að alþjóðsamfélagið leggist alfarið gegn hvalveiðum. Hann segir ekki hægt réttlæta dráp á hvölum. Leikarinn vonast til þess að ný heimildarmynd sem Disney framleiddi og hann léði rödd sína í verði til þess að fleiri láti sig málið varða. 27.4.2010 08:04
Konungurinn féllst á afsögn Albert konungur Belgíu hefur fallist á afsagnarbeiðni Yves Leterme, forsætisráðherra landsins, sem sagði af sér í síðustu vikur eftir árangurslausar tilraunir til að leysa langvarandi deilur um tungumál kjördæma. Um alllangt skeið hefur verið tekist á um það hvort bæði tungumálin, flæmska og franska, verði jafngild á nokkuð stóru svæði umhverfis höfuðborgina Brussel. Þegar ekki tókst að leysa deiluna sagði einn flokkur sig úr stjórninni. 27.4.2010 07:57
Vélmenni stöðvi gríðarlegan olíuleka Talið er að um 160 þúsund lítrar af olíu leki í hafið á degi hverjum frá olíuborpallinum sem sökk til botns á Mexíkóflóa í síðustu viku. Til að reyna að draga úr umhverfisspjöllum vegna olíunnar hafa vélmenni verið send á dýpið og eiga að gangsetja búnað sem gæti stöðvað lekann. Borpallurinn var í eigu breska olíufélagsins, BP, og lögðu talsmenn hans áherslu á að aðgerðin væri svo flókin að ekki væri víst að hún tækist. Leifarnar af pallinum eru á rúmlega 1.500 metra dýpi. 27.4.2010 03:00
Forseti Súdans heldur völdum Tilkynnt var í gær að Omar al-Basjír forseti, sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi í Darfúr, hafi orðið hlutskarpastur í forsetakosningum, með um 68 prósent atkvæða. 27.4.2010 02:00
Noriega framseldur til Frakklands í dag Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Panama, var í dag framseldur til Frakklands frá Bandaríkjunum. Noriega hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjainnflutning og í janúar komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að stöðva framsal á honum til Frakklands eftir afplánun. 26.4.2010 21:55
Örninn flýgur Það er víðar en á Íslandi sem það þykir fréttnæmt þegar örnum er sleppt aftur út í náttúruna eftir að búið er að hjúkra þeim til heilsu. 26.4.2010 16:06
Tvíburabróðir vill verða forseti Póllands Jaroslaw Kaczynski hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í embætti forseta Póllands í stað tvíburabróður síns sem fórst í flugslysi í Rússlandi á dögunum. 26.4.2010 15:11
Ræðst gegn klerkum í Íran Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Íran hefur ráðist harkalega á klerkastjórnina þar á heimasíðu sinni. 26.4.2010 14:36
Einstein litli Einstein heitir folaldið og er þriggja daga gamalt. Það fæddist í New Hampshire í Bandaríkjunun, Einstein er af smáhestakyni en jafnvel að teknu tilliti til þess verður að segja að hann er óttalegt kríli. 26.4.2010 13:41
Eyjafjallajökull verður tæpast nafngjafi Það eru fjölmörg dæmi um að nöfn manna eða fyrirbæra hafi fest sig í sessi í öllum heimsins tungumálum sem samheiti i fyrir eitthvað sérstakt. 26.4.2010 13:30
Hawking hræddur við geimverur Stjarneðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking telur mjög líklegt að geimverur séu til en að mannkyninu sé ráðlegast að hafa hægt um sig og vona að þær taki ekki eftir okkur. 26.4.2010 13:15
Nautið vann -myndband Einn af þekktustu nautabönum Spánar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að naut sem hann var að berjast við stangaði hann í nárann. 26.4.2010 13:00
Tundurskeyti grandaði skipi frá Suður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir næsta víst að tundurskeyti hafi grandað herskipi frá landinu í síðasta mánuði. 26.4.2010 09:51
Breskum sendiherra sýnt banatilræði Sendiherra Bretlands í Jemen slapp ómeiddur þegar reynt var að ráða hann af dögum í sjálfsmorðsárás í morgun. Einn maður lést í tilræðinu og er talið að það hafi verið árásarmaðurinn. Sendiherrann var á leið í sendiráðið í höfuðborginni Sanaa þegar sprengjan sprakk. Bretar hafa lokað sendiráði sínu vegna árásarinnar. 26.4.2010 09:00
Vill meirihlutastjórn með íhaldsmönnum Leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi hyggst ræða við Íhaldsflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar fái enginn flokkur meirihluta í komandi þingkosningum. 26.4.2010 08:38
Fögnuðu gullinu og grófu bandaríska fánann Tveir Kanadamenn hafa verið ákærðir fyrir óviðurkvæmilega hegðun og fyrir að vanhelga bandaríska fánann þegar þeir fögnuð sigri Kanada á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum í íshokkí á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Þá tóku mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, bandaríska fánann niður af fánastöng í Kaliforníu sem reist var til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og drógu þess í stað kanadíska fánann að húni. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að árs fangelsi verði þeir fundnir sekir af ákærum. 26.4.2010 08:24
Talið að 12 hafi látið lífið í Mississippi Nú er talið að 12 hafi látið lífið og yfir hundrað hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Mississippi í Bandaríkjunum um helgina. 26.4.2010 08:19
Minnisblaðið mun ekki skyggja á heimsókn páfa Minnisblað úr breska utanríkisþjónustunni þar sem embættismenn gengu heldur of langt mun ekki hafa áhrif heimsókn páfa til Bretlands, að sögn talsmanns Vatíkansins. 26.4.2010 08:15
Olíuflekkur ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna Olía úr rúmlega eitt þúsund tunnum rennur nú út Mexíkóflóa skammt frá Bandaríkjunum eftir að olíuborpallur olíufyrirtækisins BP sprakk og sökk í síðustu viku. Ellefu starfsmanna er enn leitað en þeir eru taldir af. 26.4.2010 08:08
Erfðir skýri nikótínfíkn Erfðaeiginleikar kunna að skýra það að sumir ánetjast nikótínfíkn meira en aðrir og eiga erfiðara með að hætta að reykja. Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna og birt er í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics. 26.4.2010 08:05
Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. 26.4.2010 07:58
Stórsigur hægrimanna í Ungverjalandi Hægriflokkurinn Fidesz vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi sem fóru fram í gær. Sósísalistaflokkurinn sem hefur haft meirihluta á ungverska þinginu síðustu átta ár galt afhroð og fékk einungis rúmlega 15% atkvæða. Hægriflokkurinn fékk aftur á móti tvo þriðju þingsæta og því er ljóst að hann getur knúið í gegn róttækar breytingar við stjórn landsins. 26.4.2010 07:54
Viktor Orban aftur til valda „Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær. 26.4.2010 06:00
Rauðstakkar búa sig undir ný átök Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælendurnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bangkok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórnvöld myndu láta sverfa í stál til að rýma götuna. 26.4.2010 06:00
Embættismenn gengu of langt Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent Benedikt sextánda páfa afsökunarbréf eftir að minnisblað úr ráðuneytinu, sem ekki var ætlað til birtingar, komst í fjölmiðla. 26.4.2010 05:00
Staðfestir lát leiðtoga sinna Al Kaída-samtökin í Írak hafa staðfest að tveir helstu leiðtogar þeirra hafi fallið í árás bandarískra og íraskra hermanna um síðustu helgi. 26.4.2010 05:00
Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00
Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15
Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10
Segir Grikkjum að óttast ekki AGS Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að Grikkir þurfi ekki að óttast Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 25.4.2010 08:00
Óttast að Madeleine skyggi á Viktoríu systur sína Tilkynnt var um það í dag að Madeleine svíaprinsessa væri hætt með kærastanum sínum, Jonas Bergstrom. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum enda hafði jafnvel verið búist við því að hjónaleysin myndu ganga upp að altarinu áður en langt um væri liðið. 24.4.2010 21:00
Reyna að rýma til fyrir strandaglópa Bresk flugfélög biðja nú farþega sem eiga bókað far um helgina um að fresta heimferð sinni til að skapa pláss fyrir þá farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 24.4.2010 13:44
Veiðibannið í endurskoðun Tillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins um breytt fyrirkomulag hvalveiðibanns fyrir næstu tíu árin er sett fram í þeirri von að hún nægi til að stilla til friðar innan ráðsins, þannig að bæði hvalveiðiþjóðir og andstæðingar hvalveiða megi vel við una. 24.4.2010 05:30
Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. 24.4.2010 05:00
Grikkir þurfa að skera grimmt niður George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fór í gær formlega fram á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem á að tryggja að ríkissjóður landsins lendi ekki í greiðsluþroti á næstunni. 24.4.2010 04:45