Erlent

Fimm sinnum meiri olía lekur

Olíuflekkurinn ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna og er búist við að hann berist að landi í nótt.
Olíuflekkurinn ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna og er búist við að hann berist að landi í nótt. Mynd/AP

Bandaríska strandgæslan segir að olíulekinn á Mexíkóflóa sé fimm sinnum meiri en talið var í fyrstu. Hingað til hefur verið talið að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í hafið á degi hverjum en hið rétta er að um rúmlega 750 þúsund lítrar af olíu koma úr borholunni.

Strandgæslan hefur ákveðið að kveikja í olíu sem lekið hefur úr olíuborpallinum sem sprakk og sökk í síðustu viku. Ætlunin er að reyna þannig að takmarka útreiðsluna.

Olíuflekkurinn ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna og er búist við að hann berist að landi í nótt. Umhverfissérfræðingar benda á að verði kveikt í olíunni geti eiturgufur ógnað dýralífinu á svæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×