Erlent

Alexander McQueen innbyrti eiturlyf fyrir sjálfsmorðið

McQueen sem var bugaður af sorg eftir andlát móður hans og undir miklu álagi í vinnunni fannst látinn á heimili sínu í London í febrúar. Mynd/AFP
McQueen sem var bugaður af sorg eftir andlát móður hans og undir miklu álagi í vinnunni fannst látinn á heimili sínu í London í febrúar. Mynd/AFP
Breski tískuhönnuðurinn Alexander McQueen framdi sjálfsmorð eftir að hafa innbyrt mikið magn eiturlyfja. Þetta hefur rannsókn dánarstjóra í London leitt í ljós. McQueen sem var bugaður af sorg og undir miklu álagi í vinnunni fannst látinn á heimili sínu í London í febrúar. Í líkama hans fundust meðal annars kókaín, svefnlyf og róandi lyf.

Þegar McQueen lést var í fullum gangi undirbúningur fyrir vorlínu hans sem átti að kynna í París. Sama dag og hönnuðurinn framdi sjálfsmorð fór jarðarför móður hans fram sem lést viku áður.

McQueen þótti einn af frumlegustu hönnuðum sinnar kynslóðar. Hann hannaði meðal annars föt á Björk Guðmundsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×