Erlent

Mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evru

Óli Tynes skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskslands.
Angela Merkel, kanslari Þýskslands.

Trúin á að Grikkir geti greitt skuldir sínar er nú svo lítil að landið verður að greiða himinháa vexti á fjármagnsmörkuðum.

Ljóst þykir að Evrópusambandið getur ekki látið Grikkland verða gjaldþrota, þar sem það myndi mjög skaða gjaldmiðilinn.

Mikil tregða er þó að koma landinu til hjálpar. Angela Merkel sagði í gær að Þýskaland myndi standa við bakið á Grikklandi.

Breska blaðið The Guardian segir hinsvegar að Merkel hafi einnig sagt að það hefðu verið mistök á sínum tíma að leyfa Grikkjum að taka upp evruna.

-Árið 2000 þurftum við að taka ákvörðun um hvort ætti að veita Grikkjum aðgang að evrusvæðinu. Það sýnir sig nú að sú ákvörðun var kannski ekki nógu vel ígrunduð, hefur blaðið eftir kanslaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×