Erlent

Dældu gasi í jarðgöng Palestínumanna

Óli Tynes skrifar
Mörg jarðganganna eru rúm og vel hönnuð.
Mörg jarðganganna eru rúm og vel hönnuð.

Fjórir Palestínumenn létu lífið í gær þegar egypskir hermenn dældu gasi ofan í jarðgöng sem liggja frá Gaza ströndinni yfir til Egyptalands að sögn Hamas samtakanna.

Mörghundruð jarðgöng liggja frá ströndinni til Egyptalands. Sum þeirra eru svo rúm að það er hægt að aka um þau bílum.

Göngin eru notuð til þess að smygla allskyns varningi yfir á Gaza, meðal annars vopnum handa Hamas.

Samtökin hafa einnig drjúgar tekjur af því að skattleggja góss sem fer um göngin.

Ísraelar og Egyptar hafa haldið hinum opinberu landamærum Gaza og Egyptalands lokuðum síðan Hamas tók ströndina með vopnavaldi árið 2007 og hröktu Mahmoud Abbas forseta Palestínumenn á brott.

Undanfarin misseri hafa bæði Ísraelar og Egyptar reynt að stöðva þessa umferð. Ísraelar gafa gert loftárásir og Egyptar hafa sprengt upp gangaop sín megin landamæranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×