Erlent

Mótmælendur handteknir í Bangkok

Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Mynd/AP
Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Mynd/AP

Tugir mótmælenda hafa verið handteknir í Bangkok, höfuðborg Tælands, eftir að hörð átök brutust út í gær milli hermanna og mótmælenda sem kalla sig rauðu skyrturnar. Hermaður lést í átökunum og á þriðja tug særðust. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur.

Aðgerðir mótmælenda hafa staðið í sex vikur í höfuðborginni en þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi. Hann hafnaði nýverið sáttaboði þeirra sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×