Erlent

Stakk 15 börn með hnífi

Óli Tynes skrifar
MYND/Haraldur Jónasson

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í dag og stakk fimmtán börn og einn kennara.

Enginn lést í árásinni en margir eru alvarlega særðir. Maðurinn sem er um fertugt er í haldi lögreglunnar. Ekkert er enn vitað um tilefni árásarinnar.

Það er skammt stórra högga milli í kínverskum barnaskólum. Í dag var 42 ára gamall maður tekinn af lífi fyrir að myrða átta börn í öðrum leikskóla fyrir einum mánuði.

Sá maður notaði byssu við verknaðinn. Hann sagði fyrir rétti að hann hefði myrt börnin vegna þess að hann hefði verið í uppnámi vegna konu sem hefði slitið sambandi við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×