Erlent

Vilja refsiaðgerðir vegna herskips

Óli Tynes skrifar
Flakið af Cheonan; afturhlutan vantar alveg á skipið.
Flakið af Cheonan; afturhlutan vantar alveg á skipið. Mynd/AP

Suður-Kórea mun væntanlega leita til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu vegna herskips sem talið er víst að norðanmenn hafi sökkt í síðasta mánuði.

Yfir fjörutíu manns fórust með korvettunni Chenonan sem brotnaði í tvennt og sökk eftir að hafa orðið fyrir tundurskeyti.

Búið er að ná flakinu af hafsbotni og enginn vafi talinn leika á að tundurskeyti hafi grandað skipinu.

Suður-Kórea hefur enn ekki formlega sakað Norður-Kóreu um verknaðínn en menn eru ekki í nokkrum vafa um að þeir hafi staðið þar að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×