Erlent

Strauss-Kahn: Hver dagur skiptir máli

Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að hver dagur sem vandi Grikklands sé óleystur auki hættuna á að vandinn breiðist út.

Meðan mótmælin héldu áfram í Grikklandi í dag sat Dominique Strauss-Kahn á fundi í Berlín og reyndi að fá trega þýska stjórnmálamenn til þess að styðja björgun Grikklands. Evrópusambandið hefur margoft lýst því yfir að landinu verði bjargað.

Gallinn er sá að enginn vill leggja til peningana sem til þarf. Rætt hefur verið um 120 milljarða evra lánsþörf, eða sem nemur 20 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Útlitið batnaði svo ekki þegar lánshæfismat bæði Spánar og Portúgals var lækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×