Erlent

Íslenskir karlmenn lifa lengst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenskir karlmenn lifa lengst samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Mynd/ Valgarður.
Íslenskir karlmenn lifa lengst samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Mynd/ Valgarður.
Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karla í heiminum og konur frá Kýpur lifa lengst kynsystra sinna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu The Lancet í dag.

Rannsakendur könnuðu hversu margir létust hlutfallslega á hverju ári áður en þeir ná sextugsaldri. Á meðal karla var talan lægst á Íslandi, en þar látast 65 karlmenn af 1000 fyrir sextugt, 71 í Svíþjóð og 73 á Möltu og í Hollandi.

Á meðal kvenna var Kýpur lægst en þar látast 38 konur af hverjum þúsund áður en þær verða sextugar. Um 40 látast í Suður-Kóreu og 41 í Japan, Ítalíu og á Grikklandi.

Hæst var hlutfallið hins vegar í Swazilandi en þar nær 3/4 hluti karla ekki sextugsaldri. Í Zambíu eru 600 af hverju 1000 konum líklegar til að látast fyrir sextugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×