Erlent

Sígarettupakkar verði án vörumerkja

Ríkisstjórn Ástralíu hefur samþykkt frumvarp sem neyðir tóbaksframleiðendur til að gjörbreyta umbúðum á sígarettupökkum sem seldir verða í landinu frá og með 2012. Pakkarnir eiga að vera lausir við vörumerki fyrirtækjanna en nafn þeirra skal ritað á þá með smáu letri. Þess í stað verður aðvörun við skaðsemi reykinga í forgrunni.

Ríkisstjórnin hefur auk þess samþykkt að hækka tóbaksgjöld um 25%. Sú hækkun tekur þegar í gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×