Erlent

Olían að ströndum Missisippi á morgun

Óli Tynes skrifar
Olíuflekkurinn berst stöðugt nær landi,
Olíuflekkurinn berst stöðugt nær landi, Mynd/AP

Olían byrjaði að gusast upp af hafsbotni eftir að borturn sprakk í loft upp og sökk. Ellefu menn biðu bana.

Talið er að um 700 tonn á dag komi upp af hafsbotni. Slysið varð 20. apríl og samkvæmt því hafa um 6300 tonn borist út í sjóinn.

Dýpi þarna er um 1500 metrar og olían stígur hægt. Flekkurinn á yfirborðinu er þó þegar orðinn um 130 kílómetra langur og berst hægt að landi.

Talið er að hann geti náð upp að ströndum Missisippi á morgun. Það er þegar byrjað að kalla þetta mögulega versta mengunarslys í sögu Bandaríkjanna.

Verið er að reyna að dæla olíu af yfirborðinu um borð í pramma. Einnig er verið að gera tilraunir með að brenna hana.

Loks er svo verið að leita leiða til þess að loka borholunni en ljóst að það mun taka talsverðan tíma.

Golfstraumurinn á upptök sín á Mexíkóflóa og einhver olía gæti borist eitthvað áleiðis með honum.

Ekki eru þó nokkrar líkur á að olía berist til Íslands, vegalengdin er einfaldlega of mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×