Erlent

Pabbi Madeleine: Yfirvöld brugðust dóttur minni

Foreldrar Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir þremur árum. Pabbi hennar segir að yfirvöld í Bretlandi hafi brugðist Madeleine.
Foreldrar Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir þremur árum. Pabbi hennar segir að yfirvöld í Bretlandi hafi brugðist Madeleine. Mynd/AFP
Gerry McCann, faðir Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segir að bresk yfirvöld hafi brugðist dóttur hans.

Í næstu viku verða liðinn þrjú ár frá því að Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi foreldra sinna í bænum Praia de Luz í Portúgal nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul. Hvarf hennar vakti heimsathygli og hennar hefur verið leitað um allan heim án árangurs. Miklar tröllasögur voru á kreiki á meðan að rannsóknin stóð sem hæst og sérstaklega þóttu portúgalskir fjölmiðlar óvægnir í umfjöllun sinni um foreldrana sem um tíma voru taldir bera ábyrgð á hvarfinu. Þá bendir margt til þess að portúgalska lögreglan hafi fengið margvíslegar ábendingar sem ekki var fylgt eftir.

Gerry McCann segir í viðtali sem sjónvarpað verður eftir helgi að það sé afar sorglegt að bæði portúgalska og breska lögreglan hafi ekki gert betur þegar málið kom upp. Þá segir hann að bresk yfirvöld hafi gefist upp og taki ekki lengur þátt í leitinni að dóttur hans. Þau hafi því brugðist Madeleine. Brýnt sé að yfirvöld haldi áfram að rannsaka hvarf hennar. Ekki megi gefa upp vonina um að nýjar upplýsingar komi fram sem geti leitt til þess að Madeleine finnist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×