Erlent

Fjórir létust í göngum á Gaza

Palestínumaður og Ísraeli takast á.
Palestínumaður og Ísraeli takast á. MYND/AP

Fjórir Palestínumenn létust í dag þegar þeir voru að fara í gegnum göng sem grafin höfðu verið frá Gazasvæðinu og til Egyptalands. Óljósar fregnir eru af atvikinu en sumir segja að göngin hafi fallið saman eftir sprengingu við gangnaopið Egyptalandsmegin.

Aðrar fregnir herma að göngin hafi verið fyllt með eiturgasi. Egypskt stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið en Egyptar vilja loka göngunum sem eru notuð af Palestínumönnum til þess að komast framhjá herkví Ísraelsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×