Erlent

Í fangelsi fyrir að vera sólbrúnar

Óli Tynes skrifar
Ekkert sona góurnar.
Ekkert sona góurnar.

Lögreglustjórinn í Teheran höfuðborg Írans hefur gefið út yfirlýsingu um að sólbrúnar konur verði handteknar og fangelsaðar.

Þessi viðvörun kemur í kjölfar þess að múslimaklerkar hafa sagt í predikunum að jarðskjálftar, eldgos og önnur óáran stafi af því að konur klæði sig ósiðlega.

Breska blaðið Daily Telegraph hefur eftir Hossien Sajedinia lögreglustjóra að í norðurhluta Teherans megi sjá margar sólbrúnar konur og ungar stúlkur sem líta út eins og gangandi tískugínur.

-Við ætlum ekki að líða þetta ástand. Við munum fyrst aðvara þær og síðan handtaka þær og setja í fangelsi, sagði lögreglustjórinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×