Erlent

Leiðtogar Evrópu hittast á neyðarfundi vegna Grikklands

Í ljósi þess að Grikkland rambar á barmi gjaldþrots ákváðu leiðtogar þeirra sextán ríkja sem notast við evruna í dag að boða til neyðarfundar. Á fundinum ætla menn að reyna að koma í veg fyrir að vandræði Grikkja smiti út frá sér en krísan sem nú er uppi er sú versta sem evran hefur gengið í gegnum á ellefu ára ferli sínum.

Angela Merkel, Nicholas Sarkozy og hinir leiðtogarnir ætla að hittas í Brussel þann 10 maí næstkomandi og þar á að reyna til þrautar að komast að samkomulagi um björgunarpakka til handa Grikkjum. Þetta verður í annað sinn sem leiðtogarnir hittast allir til þess að taka ákvörðun í "eurogroup", en það er félegsskapurinn kallaður. Hitt tilfellið var í París í október 2008 þegar fjármálakreppan skall á af fullum þunga.

Á þeim fundi var Gordon Brown forætisráðherra Breta einnig kallaður til þótt Bretar séu ekki með evru en í þetta sinn, fjórum dögum eftir kosningar þar í landi, verður breska forsætisráðherranum ekki boðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×