Erlent

Cameron þótti standa sig best í síðustu kappræðunum

David Cameron var maður kvöldsins.
David Cameron var maður kvöldsins.
Síðustu sjónvarpskappræðum leiðtoganna í Bretlandi fyrir komandi kosningar lauk fyrirr stundu. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem leiðtogarnir mætast í kappræðum í beinni útsendingu og voru þrjár kappræður haldnar. Í kvöld var það David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna sem þótti standa sig best en þegar hafa tvær kannanir verið gerðar á meðal almennings um hver hafi staðið sig best.

Samkvæmt könnun YouGov fanns 41 prósenti aðspurðra David Cameron standa sig best og 32 prósent sögðu að Nick Clegg leiðtogi frjálslyndra demókrata hefði verið bestur. Gordon Brown leiðtogi Verkamannaflokksins rak síðan lestina með 25 prósent.

Samkvæmt ComRes fékk Cameron 35 prósent, tveimur prósentum meira en Clegg. Brown rak einnig lestina í þeirri könnun með 26 prósent.

Innflytjendamál voru í brennidepli í umræðunum í kvöld og sökuðu Brown og Cameron Clegg um linkind gagnvart ólöglegum innflytjendum. Clegg vísaði því á bug og sagði að eini stjórnmálamaðurinn sem hafi stungið upp á því að ólöglegum innflytjendum yrði veitt náðun væri Boris Johnson, hinn íhaldssami borgarstjóri Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×