Erlent

Hörð átök í Bangkok

Frá höfuðborginni í morgun. Mynd/AP
Frá höfuðborginni í morgun. Mynd/AP
Hörð átök brutust út í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun milli hermanna og mótmælenda sem krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað verði til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Mótmælendur höfðu búið sig undir átök við lögreglu og her eftir að Abhisit Vejajiva, forsætisráðherra landsins, hafnaði nýverið sáttaboði þeirra sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli en að minnsta kosti fimm eru særðir.

Fyrr í mánuðinum féllu á þriðja tug í átökum í höfuðborginni og tæplega 900 særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×