Hvetur Grikki til bjartsýni 29. apríl 2010 02:30 Fjöldi manns mótmælti aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í Aþenu. „Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins. „Við skulum vinna að endurfæðingu þjóðarinnar,“ sagði hann á þingflokksfundi Sósíalistaflokks síns í gær: „Nú er að duga eða drepast.“ Fjárhagsvandræði Grikklands eru fyrir löngu komin í hnút eftir fjármálaóstjórn undanfarinna ára. Sósíalistaflokkurinn tók við vægast sagt slæmu búi af hægristjórn Kostas Karamanlis síðastliðið haust, og þarf að takast á við afleiðingarnar. Stjórnin er nú í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, því 19. maí gjaldfalla stór lán sem ríkissjóður mun engan veginn ráða við án utanaðkomandi aðstoðar. Sameiginleg björgunaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fimmtán Evrópusambandsríkja var samþykkt fyrir rúmlega hálfum mánuði, en Þjóðverjar hafa þó verið tregir til, enda eiga þeir að útvega 8,4 milljarða evra af samtals 45 milljarða Evrópuhluta aðstoðarinnar við Grikki, mun hærri fjárhæð en hin Evrópuríkin. Á fundi fulltrúa AGS með evrópskum ráðamönnum í Þýskalandi í gær var hart lagt að Þjóðverjum að skorast ekki undan, en skoðanakannanir sýna að 57 prósent Þjóðverja eru algerlega andvíg því að Þýskaland komi Grikkjum til bjargar. Þjóðverjar eru sjálfir orðnir skuldsettari en góðu hófi gegnir. Samsteypustjórn Kristilegra og Frjálslyndra demókrata, með Angelu Merkel kanslara í fararbroddi, hefur safnað skuldum í stærri stíl en áður mun hafa þekkst í Þýskalandi síðan hún tók við völdum fyrir ári. Fjárlagahalli á þessu ári verður 80 milljarðar evra, sem er fjórðungur af útgjaldahlið fjárlaganna. Ellefu prósent fjárlaga fara nú í afborganir af skuldum. Allt stefnir því í strangar aðhaldsaðgerðir í Þýskalandi á næstu árum til þess að greiða niður skuldirnar. Með því að taka á sig góðan skammt af skuldasúpu Grikklands í viðbót verður áhættan orðin meiri en Þjóðverjar, sem vanir eru því að fara varlega í fjármálum, eiga auðvelt með að sætta sig við. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
„Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins. „Við skulum vinna að endurfæðingu þjóðarinnar,“ sagði hann á þingflokksfundi Sósíalistaflokks síns í gær: „Nú er að duga eða drepast.“ Fjárhagsvandræði Grikklands eru fyrir löngu komin í hnút eftir fjármálaóstjórn undanfarinna ára. Sósíalistaflokkurinn tók við vægast sagt slæmu búi af hægristjórn Kostas Karamanlis síðastliðið haust, og þarf að takast á við afleiðingarnar. Stjórnin er nú í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, því 19. maí gjaldfalla stór lán sem ríkissjóður mun engan veginn ráða við án utanaðkomandi aðstoðar. Sameiginleg björgunaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fimmtán Evrópusambandsríkja var samþykkt fyrir rúmlega hálfum mánuði, en Þjóðverjar hafa þó verið tregir til, enda eiga þeir að útvega 8,4 milljarða evra af samtals 45 milljarða Evrópuhluta aðstoðarinnar við Grikki, mun hærri fjárhæð en hin Evrópuríkin. Á fundi fulltrúa AGS með evrópskum ráðamönnum í Þýskalandi í gær var hart lagt að Þjóðverjum að skorast ekki undan, en skoðanakannanir sýna að 57 prósent Þjóðverja eru algerlega andvíg því að Þýskaland komi Grikkjum til bjargar. Þjóðverjar eru sjálfir orðnir skuldsettari en góðu hófi gegnir. Samsteypustjórn Kristilegra og Frjálslyndra demókrata, með Angelu Merkel kanslara í fararbroddi, hefur safnað skuldum í stærri stíl en áður mun hafa þekkst í Þýskalandi síðan hún tók við völdum fyrir ári. Fjárlagahalli á þessu ári verður 80 milljarðar evra, sem er fjórðungur af útgjaldahlið fjárlaganna. Ellefu prósent fjárlaga fara nú í afborganir af skuldum. Allt stefnir því í strangar aðhaldsaðgerðir í Þýskalandi á næstu árum til þess að greiða niður skuldirnar. Með því að taka á sig góðan skammt af skuldasúpu Grikklands í viðbót verður áhættan orðin meiri en Þjóðverjar, sem vanir eru því að fara varlega í fjármálum, eiga auðvelt með að sætta sig við. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira