Erlent

Stefnir í búrkubann í Belgíu

Neðri deild belgíska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem bannar konum að klæðast blæjum sem hylja allt andlitið á opinberum stöðum eins og í almenningsgörðum og á götum úti. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var enginn var á móti.

Nú fer það í efri deild þingsins og nái það fram að ganga þar verður það að lögum í sumar. Bannið yrði það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu.

Aðeins ganga um 30 konur í Belgíu um í Búrkum en í landinu búa um 500 þúsund múslímar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×