Erlent

Öðrum olíuborpalli hvolfdi á Mexíkóflóa

Óttast er að hinn risastóri olíuflekkur í Mexíkóflóa eigi eftir að stækka enn frekar eftir að olíuborpalli hvolfdi á svæðinu í dag. Pallinum hvolfdi undan strönd Louisiana en í síðustu viku kom upp eldur á öðrum palli á sama svæði sem varð til þess að nú stefnir í meiriháttar umhverfisslys í flóanum. Ellefu manns létust þegar sá pallur brann en í þetta skiptið slasaðist enginn. Óhappið mun hinsvegar gera mönnum erfiðara fyrir að hemja olíumengunina því nú þarf að einbeita sér að tveimur vígstöðvum.

Fyrra olíuslysið stefnir í það að verða eitt hið stærsta í sögunni og sést olíuflekkurinn úr geimnum. Um 5000 tunnur af olíu streyma úr holunni sem er á rúmlega eins og hálfs kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×