Erlent

Bart finnur til með Southpark höfundum

„Við myndum standa með ykkur - ef við værum ekki svona hræddir."
„Við myndum standa með ykkur - ef við værum ekki svona hræddir."

Höfundar Simpsons þáttanna hafa nú sýnt höfundum Southpark teiknimyndaþáttanna samhug í verki með því að víkja að þeim vandræðum sem þeir síðarnefndu eru nú í. Höfundar Southpark, þeir Trey Parker og Matt Stone hafa fengið líflátshótanir frá öfgasinnuðum múslímum eftir að Múhameð spámanni brá fyrir í einum þættinum íklæddur bjarnarbúningi.

Eins og flestir vita líta múslímar það mjög alvarlegum augum ef Múhameð er teiknaður á blað og öfgasinnaðir múslímar taka því sérstaklega illa eins og teiknari Jyllandsposten Knut Westergard hefur fengið að reyna.

Southpark menn hafa hinsvegar ekki vílað neitt fyrir sér í gegnum árin og í raun var aðeins tímaspursmál hvenær spámaðurinn fengi gestahlutverk í þættinum.

Í nýjasta Simpsons þættinum er vikið að vandræðum Southpark-manna í byrjunaratriðinu þar sem Bart Simpson er að skrifa á skólatöfluna. Þar skrifar hann endurtekið: „Við myndum standa með ykkur - ef við værum ekki svona hræddir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×