Erlent

Skildi börn eftir í ruslafötu

Lögregla handtók manninn í júlí á síðasta ári fyrir að hafa rænt tveimur börnum og skilið þau eftir í ruslafötu. Hann hlaut í gær 17 ára fangelsisdóm.
Lögregla handtók manninn í júlí á síðasta ári fyrir að hafa rænt tveimur börnum og skilið þau eftir í ruslafötu. Hann hlaut í gær 17 ára fangelsisdóm. Mynd/AFP

Bandarískur karlmaður var í gær dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og skilið tvö eftir í ruslafötu í Dayton í Ohio á heitum júlídegi í fyrra. Hann kom 8 mánaða dreng og tveggja ára stúlku fyrir í ruslafötu eftir að hafa deilt við móður þeirra sem hafði slitið sambandi við hann.

Rúmum hálfum sólarhring síðar fundu starfsmenn rafmagnsveitunnar börnin sem þá voru orðin þyrst og svöng. Maðurinn grét og baðst afsökunar áður en dómari kvað upp dóminn.

Allt frá því síðasta sumar hafa börnin verið í umsjón barnaverndaryfirvalda en móðir þeirra er ekki í stakk búin til að sjá um þau.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×