Erlent

Sér ekkert athugavert við að taka sér barnabrúði

Ahmad Sani Yerima er með þekktari þingmönnum landsins. Hann vísar allri gagnrýni á bug. Nýja eiginkonan hans sé auk þess ekki 13 ára. Mynd/AFP
Ahmad Sani Yerima er með þekktari þingmönnum landsins. Hann vísar allri gagnrýni á bug. Nýja eiginkonan hans sé auk þess ekki 13 ára. Mynd/AFP

Nígeríski þingmaðurinn sem tók sér nýverið barnabrúði segist ekki hafa brotið nein lög. Mannréttindasamtök, læknar og þingmenn í Nígeríu hafa mótmælt því að þingmaðurinn, sem er fimmtugur, hafi fyrir nokkrum vikum kvænst 13 ára gamalli egypskri telpu. Þingkonur á nígeríska þinginu vilja að hann verði víttur.

Sjálfur sagði þingmaðurinn, sem heitir Ahmad Sani Yerima, í samtali við BBC að ekkert athugavert væri við brúðkaupið og vísaði allri gagnrýni á bug. Eiginkona hans væri auk þess ekki 13 ára. Hann vildi hann þó ekki upplýsa um aldur hennar. Um er að ræða fjórðu eiginkonu þingmannsins. Fyrir fjórum er árum kvæntist hann 15 ára stúlku.

Ahmad Sani Yerima er með þekktari þingmönnum landsins. Hann var héraðsstjóri í Zamfara þegar sharíalög múslima voru tekin þar upp árið 1999. Zamfara var fyrsta hérað landsins til að taka upp lögin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×