Erlent

Æðsti klerkur Írana vill ræða við Bandaríkjamenn

Ali Khameini, æðsti klerkur Írana.
Ali Khameini, æðsti klerkur Írana. MYND/AP

Ali Khamenei, æðsti klerkur í Íran, leggur blessun sína yfir hugsanlegar viðræður Bandaríkjamanna og Írana um ástandið í Írak en varar Bandaríkjamenn við því að reyna að ráðskast með Írana.

Yfirlýsing Khameineis kemur eftir að Bush Bandaríkjaforseti hvatti til viðræðna í ræðu í gær. Forsetinn sagði þá að hann teldi átök trúarbrota í Írak runnin undan rifjum Írana og því yrði að fara yfir stöðuna með þeim.

Forsetinn og æðsti klerkurinn tóku báðir fram að viðræðurnar myndu ekki taka til deilunnar um kjarnorkuáætlun Írana. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvar verði boðað til fundar en líklegt er að viðræðurnar verði haldnar í Bagdad, höfuðborg Íraks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×