Erlent

200 mótmælendur handteknir í Hvíta-Rússlandi

Lögregla vaktar tjaldbúðirnar á aðaltorginu í Minsk í gær.
Lögregla vaktar tjaldbúðirnar á aðaltorginu í Minsk í gær. MYND/AP
Um tvö hundruð mótmælendur voru í nótt handteknir í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Mótmælendurnir hafa hafst við í tjöldum á torgi í miðborginni síðustu daga til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi á sunnudaginn. Alexander Lúkasjenkó var þá endurkjörinn forseti með yfirburðum. Bæði andstæðingar hans og alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt að brögð hafi verið í tafli. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nótt við handtökurnar en þúsundir mótmælenda hafa hafst við í tjaldbúðunum síðustu nætur. Eftir aðgerðir lögreglu voru borgarstarfsmenn kallaðir á vettvang til að rífa niður tjöld mótmælendanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×