Erlent

Leiðtogafundur hefst í Brussel

Wolfgang Schuessel, kanslari Austurríkis.
Wolfgang Schuessel, kanslari Austurríkis. MYND/AP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 25 komu saman til árlegs fundar í Brussel í dag. Fyrst mættu Juncker, forsætisráðherra Belgíu, Merkel, kanslari Þýskalands, og Schuessel, kanslari Austurríkis, en sá síðastnefndi leiðir fundinn.

Meðal þess helsta sem verður á dagskrá á þessum tveggja daga fundi eru efnahagsbætur í ríkjum sambandsins og samskipti sambandsins við Kína og Indland á sviði viðskipta.

Einnig verður rætt um hvernig hægt verði að tryggja nægar orku eftir erfiðan vetur í mögrum löndum sambandsins og vandræði með gasflutning frá Rússland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×