Erlent

ETA ítrekar vopnahléstilkynningu

MYND/AP

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa í morgun sent frá sér aðra yfirlýsingu sem staðfestir þá ætlan samtakanna að leggja niður vopn fyrir fullt og allt frá og með morgundeginum.

Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu. Í yfirlýsingunni segir að vopnahléið taki gildi frá miðnætti. ETA sendi í gær frá sér yfirlýsingu um fyrirætlan sína og sagði Zapatero forsætisráðherra á spænska þinginu í gær að spænsk stjórnvöld fögnuðu þessu útspili en tækju yfirlýsingunni með nokkrum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×