Erlent

Afsagnar krafist

Mótmæli í Bangkok.
Mótmæli í Bangkok. MYND/AP

Enn er þrýst á um afsögn Thaksins Shinawatras, forsætisráðherra Tælands. Mörg þúsund mótmælendum tókst að stöðva umferð í viðskiptahverfi Bangkok í gær og sátu um sendiráð Singapor.

Mótmælendur saka forsætisráðherrann um spillingu og krefjast þess að hann víki. Það var í lok janúar sem fjölskylda ráðherrans seldi fyrirtæki í sinni eigu til fjárfestingarfélags í Singapore og fékk jafnvirði rúmlega 140 milljarða króna fyrir. Viðskiptunum var hagað þannig að ekki þurfti að greiða skatt vegna viðskiptanna.

Forsætisráðherra hefur boðað til kosninga 2. apríl og vill þar með reyna að tryggja stöðu sína þrátt fyrir átökin enda nýtur hann mikils stuðnings á landsbyggðinni og því líklegt að hann hafi sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×