Erlent

Tekinn af lífi fyrir að hafna islam

Abdul Rahman.
Abdul Rahman. MYND/AP

Afganskur karlmaður verður líklega tekinn af lífi fyrir að hafa hafnað islam og snúið til kristninnar. Maðurinn var handtekinn í Afganistan í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hans sagði til hans.

Abdul Rahman bjó í níu ár í Þýskalandi þar sem hann varð kristinn. Hann snéri aftur til Afganistans árið 2002 til að berjast fyrir forræði yfir tveimur dætrum sínum. Dómari í máli mannsins sagði að málið yrði látið niður falla, tæki hann aftur upp islamstrú. Því hefur Rahman neitað að gera en siðaskipti sem slík teljast glæpur samkvæmt sharia-lögum og gæti hann því verið dæmdur til dauða.

Rahman var handtekinn í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hann hafði sakað hann um að hafa brotið gegn lögunum þó hún hafi vitað að Rahman gæti verið dæmdur til dauða.

Rahman segist sætta sig við dauðadóm ef sú verði niðurstaðan og hefur öll réttarhöldin haldið fast í Biblíuna sína. Hann segist frekar vilja deyja en að fá á sig þann stimpil að hann sé liðhlaupi eða heiðingi. Talið er að réttarhöldin yfir Rahman séu þau fyrstu sinnar tegundar í Afganistan en þau hófust fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×