Erlent

Bandóðir Búddamunkar

MYND/AP

Lögreglan á Sri Lanka þurfti að loka götum til að hemja meira en hundrað æsta Búddamunka í mótmælagöngu að sendiráði Norðmanna í Colombo á Sri Lanka. Munkarnir kröfðust þess að Norðmenn drægju sig tafarlaust út úr friðarviðræðum í landinu.

Munkarnir sögðu Norðmenn draga taum uppreisnarsveita Tamíltígra í samningaviðræðunum með því að viðurkenna kröfur þeirra í viðræðunum. Kröfðust munkarnir þess að Norðmenn drægju sig þegar í hlé sem sáttasemjari og að annað ríki tæki sæti þeirra við sáttaborðið.

Mikill meirihluti Sinhal þjóðarbrotsins á Sri Lanka eru Búddatrúar og munkarnir líta á sig sem verndara fólksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×