Erlent

Fuglar bólusettir í Rússlandi

Tveir fuglar í dýragarðinum í Moskvu sem búið er að bólusetja.
Tveir fuglar í dýragarðinum í Moskvu sem búið er að bólusetja. MYND/AP

Yfirvöld í Rússlandi hafa byrjað að bólusetja fjölda fugla við fuglaflensu. Starfsmenn við dýragarðinn í Moskvu hafa það verkefni að taka við fuglum eða veiða þá og bólusetja síðan.

Illa hefur reynst að veiða fugla og hafa starfsmenn því notað net til þess. Vonast er til að aðgerðirnar komi í veg fyrir að flensan breist frekar út í Rússlandi.

Dúman, neðri deild Rússneska þingsins, hlýddi í gær á vitnisspurð helstu heilbrigðissérfræðinga sem sögðu allt gert til að berjast gegn flensunni í landinu. Nóg væri til að bóluefni og búið væri að standsetja miðstöð sem hefði eftirlit með útbreiðslu sjúkdómsins.

Sjúkdómurinn hefur nú greinst í átta héruðum Rússlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×