Erlent

10 handteknir eftir bílaeltingaleik

Einn þeirra tíu sem handteknir voru í Ísrael í dag.
Einn þeirra tíu sem handteknir voru í Ísrael í dag. MYND/AP

Ísraelska lögreglan hefur handtekið tíu Palestínumenn sem grunur lék á að væru að skipuleggja sjálfsvígsárás. Mennirnir voru á ferð í sendibíl um hraðbraut milli Tel Aviv og Jerúsalem þegar lögregla gaf þeim merki um að nema staðar. Þeir hlýddu því í engu og upphófst því mikill eltingaleikur sem lauk skömmu síðar.

Ísraelska lögreglan segir að fimm kíló af sprengiefni hafi fundist í bílnum og belti sem notuð eru við sjálfsvígssprengjuárásir. Öryggisgæsla hefur verið hert í Ísrael síðan njósnir bárust af því að árás væri í undirbúningi. Gæsla hefur ekki síður verið aukin nú í aðdraganda þingkosninga í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×