Erlent

Óþreyjufullur eftir að mál þokist í átt til friðar

MYND/AP

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er orðinn óþreyjufullur eftir því að mál þokist í átt til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í viðtali við ísraelska fjölmiðla í gær sagðist hann ekki ætla að bíða endalaust eftir því að Hamas-samtökin, sem fóru með sigur af hólmi í kosningunum í Palestínu fyrr á árinu, viðurkenni Ísraelsríki svo eiginlegar friðarviðræður geti hafist.

Olmert sagðist reiðubúinn að grípa til einhliða aðgerða, eins og hann orðaði það, ef Hamas-liðar treystu sér ekki til að setjast að samningaborðinu í nánustu framtíð. Hamas-samtökin hafa lýst því yfir að þau vilji frið, en stefna Ísraels bíði einfaldlega upp á ófrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×